• þri. 06. jún. 2017
  • Landslið

A kvenna - Undirbúningur fyrir vináttulandsleikinn gegn Írlandi

19030730_1449278321761803_5781434692989847404_n

Stelpurnar okkar undirbúa sig nú fyrir vináttulandsleik gegn Írum sem fram fer í Dublin, fimmtudaginn 8. júní og hefst kl. 19:30 að staðartíma eða 18:30 að íslenskum tíma.  Þetta er fyrri vináttulandsleikurinn sem stelpurnar leika nú á nokkrum dögum en liðið mætir Brasilíu á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 13. júní kl. 18:30.  Það verður síðasti leikur Íslands fyrir úrslitakeppni EM í Hollandi.


Aðstæður eru hinar ágætustu í Dublin, vel fer um hópinn á stóru hóteli í úthverfi Dublin og veðrið hefur boðið hópinn velkominn með miklum fjölbreytileika.  Þó nokkuð hefur rignt og eru rigningarskúrir í veðurspánni næstu tvo daga.

Leikið verður á Tallaght vellinum í Dublin en það er heimavöllur írska félagsins Shamrock Rovers. Völlurinn, sem tekur um 6.000 manns í sæti, var opnaður árið 2009.

Minnt er á að miðasala á lokaleiks Íslands fyrir úrslitakeppnina, gegn Brasilíu, er í fullum gangi á miðasöluvef www.midi.is.  Miðaverð er 1.500 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.