KSÍ bíður yngri iðkendum á leik Íslands og Brasilíu
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur gegn Brasilíu á Laugardalsvelli þriðjudaginn 13. júní nk. Þetta verður síðasti leikur liðsins á heimavelli áður en liðið heldur á EM í Hollandi. Brasilía er einhver allra sigursælasta þjóð í knattspyrnuheiminum og stelpurnar þurfa á þínum stuðningi að halda.
KSÍ vill hvetja félög til að fjölmenna og býður félögum að senda yngri iðkendur á leikinn. Við óskum eftir upplýsingum um fjölda yngri iðkenda sem koma í hópferð á leikinn gegn Brasilíu svo hægt sé að gera ráð fyrir fjölda áhorfenda. KSÍ býður fylgdarfólki hópsins á leikinn í samræmi við stærð hóps og aldur. Skráningar á að senda á dagur@ksi.is
Þær upplýsingar sem við óskum eftir að fá eru:
- Frá hvaða félagi kemur hópurinn:
- Fjöldi barna:
- Á hvaða aldri eru börnin í hópnum:
- Fjöldi fylgdarfólks:
Vinsamlegast sendið áðurnefndar upplýsingar í síðasta lagi fyrir klukkan 12.00, mánudaginn 12. júní.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Áfram Ísland!