Breytingar á reglugerðum KSÍ
Á fundi stjórnar KSÍ 24. maí sl. voru samþykktar breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót annars vegar og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga hins vegar. Þær breytingar sem orðið hafa á fyrrnefndri reglugerð snúa að auknu svigrúmi félaga í Pepsi-deild kvenna til að óska eftir breytingum á leikjum. Breytingar þær sem urðu á reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga snúa að tæknilegum atriðum sem viðkoma flokkun, stærð og yfirborði leikvalla.
Félög eru hvött til að kynna sér þær breytingar sem orðið hafa á framangreindum reglugerðum.