U21 karla - Vináttuleikur við Englendinga
Búið er að semja við England um vináttulandsleik ytra. Leikið verður 10. júní kl. 11:00 á St Georg´s Park æfingasvæði Englendinga. Leikurinn er liður í undirbúningi Íslands fyrir næsta EM og liður í undirbúningi U21 Englands fyrir lokakeppni EM í Póllandi í sumar.
Leikurinn fer fram fyrir luktum dyrum.