Samningsform fyrir staðalsamning KSÍ
Vegna breytinga á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, sem kynntar voru með dreifibréfi þann 12. apríl sl., tók nýtt samningsform fyrir staðalsamninga KSÍ gildi þann sama dag.
Rétt er að minna á að allir samningar sem gerðir hafa verið frá 12. apríl og gerðir verða framvegis þurfa að vera á nýja samningsforminu til að verða skráningarhæfir hjá KSÍ.
Við mælum með að þau félög sem hafa vistað eldra samningsformið eyði því strax og visti hjá sér það nýja til að koma í veg fyrir misskilning.