• þri. 02. maí 2017
  • Landslið

A karla - Uppselt á Finnland - Ísland

Island - Finnland HM 2018

Allir miðar sem KSÍ fékk á Finnland - Ísland eru uppseldir. Mikill áhugi er fyrir leiknum meðal íslenskra stuðningsmanna en karlalandsliðið í körfubolta leikur sama dag við Pólland í Helsinki en leikurinn við Finna, sem er í undankeppni HM, fer fram í Tampere. 

1300 miðar seldust upp á svæði stuðningsmanna Íslands en KSÍ hefur óskað eftir fleiri miðum og munum við birta á vef KSÍ og samfélagsmiðlum ef fleiri miðar verða í boði. Leikurinn fer fram í Tampere og tekur völlurinn um 16.800 manns í sæti og er því ljóst að landsliðið mun fá góðan stuðning á leiknum.