• fim. 27. apr. 2017
  • Lög og reglugerðir

Bráðabirgðarákvæði í reglugerð um knattspyrnumót

ksi-merki

Á fundi stjórnar KSÍ, sem fram fór 26. apríl, var samþykkt bráðabirgðarákvæði í reglugerð um knattspyrnumót. Bráðabirgðaákvæðið er viðurlagaákvæði sem gildir út árið 2017 og varðar A og B leikmannalista í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla. 

Félög eru hvött til að kynna sér þær breytingar sem orðið hafa á reglugerðinni. Dreifibréf, þar sem farið er yfir helstu breytingarnar, hefur verið sent til félaganna. 

Dreifibréf 5 - 2017

Lög og reglugerðir