• þri. 25. apr. 2017
  • Landslið

Ísland í riðli með Þýskalandi í undankeppni HM kvenna 2019

20170406_165911-(Large)

Ísland er í riðli með Þýskalandi, Tékklandi, Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM kvenna 2019. Riðill Íslands er nokkuð sterkur þar sem Þýskaland er augljóslega sterkasti mótherjinn. 

Riðlarnir 7 eru sem hér segir:
1: England, Rússland, Wales, Bosnía Hersegóvína, Kasakstan
2: Sviss, Skotland, Pólland, Hvíta-Rússland, Albanía
3: Noregur, Holland, Írland, Slóvakía, Norður Írland
4: Svíþjóð, Danmörk, Úkraína, Ungverjaland, Króatía
5: Þýskaland, Ísland, Tékkland, Slóvenía, Færeyjar
6: Ítalía, Belgía, Rúmenía, Portúgal, Moldóvía
7: Spánn, Austurríki, Finnland, Serbía, Ísrael 

Nánar verður fjallað um dráttinn hér á heimasíðu KSÍ síðar í dag.