Freyr Alexandersson: “Gaman að fá Færeyjar”
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, er ánægður með að fá að mæta Færeyingum í undankeppni HM 2019 en Færeyingar eru nú í fyrsta sinn með í undankeppni HM kvenna.
Freyr segir að Þjóðverjar séu fyrirfram langlíklegastir til að vinna riðilinn, „En það eru alltaf möguleikar til staðar og okkar möguleiki er sá að verða eitt af þeim fjórum liðum sem er með bestan árangur í 2. sæti og við verðum að einbeita okkur að því til að komast í lokakeppni HM í Frakklandi. Á sama tíma munum við láta Þjóðverja hafa verulega fyrir hlutunum í baráttunni um efsta sætið.“ segir Freyr jafnframt. „Við þekkjum lið Slóveníu mjög vel og Tékkland er með gott lið sem er á uppleið“
„Þýskaland er auðvitað lið sem enginn vildi fá en við lítum svo á að við höfum engu að tapa í þeim leik og það væri ágætt að vera sú þjóð sem sér til þess að Þýskaland fari ekki á HM“ segir Freyr í stuttu spjalli við heimasíðu KSÍ.
Íslenska liðið spilar fyrsta leikinn í undankeppni EM þann 18. september gegn Færeyjum á Laugardalsvelli.
Allir leikir Íslands í undankeppni HM 2019
18. september 2017 | Ísland - Færeyjar |
20. október 2017 | Þýskaland - Ísland |
24. október 2017 | Tékkland - Ísland |
6. apríl 2018 | Slóvenía - Ísland |
10. apríl 2018 | Færeyjar - Ísland |
11. júní 2018 | Ísland - Slóvenía |
1. september 2018 | Ísland - Þýskaland |
4. september 2018 | Ísland - Tékkland |