• þri. 11. apr. 2017
  • Landslið

A kvenna – Ísland mætir Hollandi í dag - BYRJUNARLIÐIÐ

Byrjunarlidid---Holland-v-Island-(Medium)

Holland og Ísland mætast í vináttuleik kvennalandsiða þjóðanna í dag. Leikurinn fer fram á Vijverberg leikvangnum í Doetinchem í Hollandi og hefst kl. 17:00. 

Leikurinn í dag verður 9. viðureign þjóðanna sem fyrst mættust í undankeppni EM árið 1995. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Íslands þar sem Guðrún Sæmundsdóttir og Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoruðu mörk Íslands. 

Ísland hefur haft betur í 6 af viðureignunum 8 til þessa, Holland hefur unnið einn leik og einn leikur endaði með jafntefli. Síðast léku þjóðirnar í vináttuleik í Kórnum í Kópavogi fyrir 3 árum og hafði Ísland betur í þeirri viðureign 2-1 þar sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir skoruðu mörk Íslands. 

Á Vijverberg leikvangnum, sem tekur 12.600 manns í sæti, verða spilaðir 5 leikir á EM í sumar og mun Ísland spila annan leik sinn á mótinu gegn Sviss á leikvangnum. 

Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Hollandi í dag er þannig skipað
Mark: Guðbjörg Gunnarsdóttir
Vörn: Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir
Miðja: Elín Metta Jensen, Margrét Lára Viðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir
Sókn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Leikurinn í dag verður sýndur beint á RÚV