Ívar Orri og Jóhann Ingi til Englands
Ívar Orri Kristjánsson og Jóhann Ingi Jónsson halda til Englands í vikunni þar sem þeir munu m.a. fylgjast með undirbúningi dómara í ensku úrvalsdeildinni. Þeir munu einnig starfa á leikjum í U19 deildinni í Englandi sem og sækja ráðstefnu úrvaldsdeildardómara og aðstoðardómara.
Ferð félaganna er hluti af samstarfi knattspyrnusambanda Íslands og Englands í dómaramálum en undanfarin ár hafa íslenskir dómarar fengið fræðslu og reynslu í Englandi sem og að enskir dómarar hafa komið hingað til að dæma í deildarkeppninni.