• fim. 06. apr. 2017
  • Landslið

A kvenna - 0-2 sigur gegn Slóvakíu

20170406_165911-(Large)

A landslið kvenna sigraði Slóvakíu 0-2 í vináttuleik í Senec í Slóvakíu í dag. Það voru þær Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoruðu mörk Íslands. 

Sigur Íslands var nokkuð öruggur og hefði hæglega getað orðið stærri. Mark Berglindar var hennar fyrsta mark fyrir landsliðið og ljóst að það var langþráð. 

Fleiri stórir áfangar náðust í dag þar sem Agla María lék sinn fyrsta leik með A landsliðinu, Rakel lék sinn 80. leik og Sif lék sin 60. leik. 

Á morgun heldur liðið til Hollands þar sem leikið verður við heimamenn 11. apríl næstkomandi.

Viðtal við Frey Alexandersson

Viðtal við Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur

Mörkin úr leiknum