• þri. 28. mar. 2017
  • Landslið

U21 karla - Sigur gegn Sádí Arabíu

U21 landslið karla
ksi-u21karla

Strákarnir í U21 unnu góðan sigur á Sádí Arabíu í dag en vináttulandsleikur liðanna var leikinn í Róm.  Lokatölur urðu 3 - 1 fyrir Ísland en markalaust var í leikhléi.


Fyrsta mark leiksins kom á 57. mínútu þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði eftir fyrirgjöf frá Jóni Degi Þorsteinssyni.  Tíu mínútum síðar var Jón Dagur sjálfur á ferðinni og staðan orðin 2 - 0.  Sádar minnkuðu muninn á 79. mínútu en á fimmtu mínútu uppbótartíma bætti Ægir Jarl Jónasson við þriðja markinu og flautað var til leiksloka örstuttu síðar.

Góður undirbúningur liðsins að baki fyrir undankeppni EM en liðið lék þrjá leiki í ferðinni.  Undankeppnin hefst með leik gegn Albaníu á heimavelli, 4. september en önnur lið í riðlinum eru Eistland, Norður Írland, Slóvakí og Spánn.