• lau. 25. mar. 2017
  • Landslið

U21 karla - Jafntefli í markaleik

U21 landslið karla
ksi-u21karla

Strákarnir í U21 léku í dag anna vináttulandsleikinn gegn Georgíu á þremur dögum en leikið var í Tiblisi.  Heimamenn höfðu betur í fyrri leiknum en í dag endaði leikurinn með jafntefli, 4 - 4.  


Leikurinn var afar fjörugur og þar var Arnór Gauti Ragnarsson sem að skoraði fyrsta mark leiksins á 15. mínútu en heimamenn jöfnuðu metin tveimur mínútum síðar.  Arnór Gauti var aftur á ferðinni á 21. mínútu en átta mínútum síðar var aftur orðið jafnt.

Staðan í leikhléi því 2 - 2 en Alfons Sampsted skoraði þriðja markið, eftir frábæra sendingu frá Arnóri Gauta, á 50 mínútu og Axel Andrésson bætti við fjórða markinu á 69. mínútu og staðan orðin vænleg.  En heimamenn gáfust ekki upp og minnkuðu muninn  á 89. mínútu og á fimmtu mínútu í uppbótartíma jöfnuðu þeir metin með langskoti.  Átta marka jafntefli því staðreynd í fjörugum leik þó svo að íslensku strákarnir hafi gengið svekktir af velli eftir að hafa leitt með tveimur mörkum.

Íslenski hópurinn heldur nú til Rómar þar sem liðið mætir Sádi Arabíu í vináttulandsleik á þriðjudaginn