• mið. 22. mar. 2017
  • Landslið

U21 karla - Ísland mætir Georgíu í dag - Byrjunarliðið tilkynnt

Eyjolfur-Sverrisson-2015

U21 karla leikur í vikunni tvo vináttuleiki við Georgíu en leikirnir fara fram á Mikheil Meskhi Stadium í Tbilisi. Fyrri leikurinn er í dag, miðvikudag, en liðin mætast svo aftur á laugardaginn.

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað:

Markvörður: 

Sindri Kristinn Ólafsson

Aðrir leikmenn: 

Alfons Sampsted, Sindri Scheving, Hans Viktor Guðmundsson, Axel Óskar Andrésson, Júlíus Magnússon, Ásgeir Sigurgeisson, Viktor Karl Einarsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Albert Guðmundsson og Jón Dagur Þorsteinsson.

Á þriðjudaginn mætir svo U21 karla Saudi Arabíu en leikurinn fer fram á Ítalíu. Leikurinn í dag hefst klukkan 15:00 en U21 karla er með nánast nýtt lið undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar.

Smelltu hérna til að horfa á leikinn í beinni útsendingu.