• fös. 17. mar. 2017
  • Landslið

A karla - hópurinn sem mætir Kósóvó og Írlandi

Hopur

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Kósóvó þann 24. mars og Írlandi 28. mars. Leikurinn gegn Kósóvó sem er í undankeppni HM 2018 verður leikinn í Shkoder í Albaníu en leikurinn gegn Írlandi er vináttuleikur sem spilaður verður í Dublin. 

Á sama tíma og leikur Kósóvó og Íslands fer fram leika Króatía og Úkraína í Zagreb og Tyrkland og Finnland mætast í Antalya. 

Landsliðið mun koma saman til undirbúnings mánudaginn 20. mars.

Sóknarmenn Fæddur Tímabil L M Félag
Jón Daði Böðvarsson 1992 2012-2016 30 2 Wolverhampton Wanderers FC
Viðar Kjartansson 1990 2014-2016 13 1 Maccabi Tel Aviv
Björn B. Sigurðarson 1991 2011-2017 5 Molde FK
Óttar Magnús Karlsson 1997 2017 2 Molde FK
Kjartan H. Finnbogason 1986 2011-2017 6 1 AC Horsens
Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson 1989 2008-2016 68 2 Cardiff City FC
Emil Hallfreðsson 1984 2005-2016 56 1 Udinese Calcio
Gylfi Þór Sigurðsson 1989 2010-2016 48 14 Swansea City FC
Ólafur Ingi Skúlason 1983 2004-2016 27 1 Kardemir Karabükspor
Arnór Ingvi Traustason 1993 2015-2016 12 5 SK Rapid Wien
Elías Már Ómarsson 1995 2015-2017 7 IFK Gautaborg
Aron Sigurðarson 1993 2016-2017 4 2 Tromsö IL
Rúrik Gíslason 1988 2009-2015 37 3 1.FC Nürnberg
Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson 1984 2007-2017 69 1 Hammarby
Ragnar Sigurðsson 1986 2007-2016 66 3 Fulham FC
Kári Árnason 1982 2005-2017 58 3 AC Omonia
Ari Freyr Skúlason 1987 2009-2016 47 KSC Lokeren
Sverrir Ingi Ingason 1993 2014-2016 9 3 Granada CF
Hörður B. Magnússon 1993 2014-2016 8 Bristol City FC
Hólmar Örn Eyjólfsson 1990 2012-2016 5 Maccabi Haifa FC
Viðar Ari Jónsson 1994 2017 3 SK Brann
Markmenn
Hannes Þór Halldórsson 1984 2011-2017 42 Randers FC
Ögmundur Kristinsson 1989 2014-2017 13 Hammarby
Ingvar Jónsson 1989 2014-2016 5 Sandefjord