• mið. 08. mar. 2017
  • Landslið

A kvenna – Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum á Algarve Cup

ISL-KIN-byrjunarlidid

Lokaleikur Íslands á Algarve Cup að þessu sinni verður gegn Kína. Þjóðirnar mættust síðast á Sincere Cup í Kína í október sl. og endaði sá leikur með 2-2 jafntefli þar sem Fanndís Friðriksdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir skoruðu mörk Íslands. 

Alls hafa þjóðirnar mæst 6 sinnum á Algarve Cup áður og hefur Ísland haft betur í 4 viðureignum en Kína í 2. Það má búast við hörkuleik í kvöld en þjóðirnar leika um 9. sæti á mótinu. 

Freyr Alexandersson hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn þar sem hann gerir 9 breytingar frá leiknum á móti Spáni. 

Byrjunarliðið:
Mark: Guðbjörg Gunnarsdóttir
Vörn: Rakel Hönnudóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir
Miðja: Guðmunda Brynja Óladóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir
Sókn: Margrét Lára Viðarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir 

Leikurinn hefst kl. 18:30 og verður sýndur beint á RÚV2