• mán. 06. mar. 2017
  • Landslið

A kvenna – Byrjunarliðið gegn Spáni í dag

ISL-SPA-Byrjunarlidid-(Medium)

Síðasti dagur riðlakeppninnar á Algarve Cup er í dag. Staðan í riðli Íslands er þannig að Spánn hefur unnið báða sína leiki til þessa og er þar með efst í riðlinum með 6 stig, Japan er með 3 stig eftir sigurinn gegn Íslandi síðastliðinn föstudag og Ísland og Noregur eru jöfn með 1 stig hvort lið. Það er ljóst að leikurinn gegn Spáni í dag verður erfitt verkefni fyrir stelpurnar okkar en markmiðið er að sjálfsögðu það sama og fyrir alla leiki, að sækja 3 stig. 

Freyr Alexandersson hefur valið þá 11 leikmenn sem hefja leik gegn Spáni í dag og eru 5 breytingar frá leiknum á móti Japan. 

Byrjunarliðið
Mark: Sonný Lára Þráinsdóttir
Vörn: Arna Sif Ásgrímsdóttir, Sif Atladóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir
Miðja: Elísa Viðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir
Sókn: Elín Metta Jensen, Katrín Ásbjörnsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir 

Leikurinn hefst kl. 14:45 í dag