• mið. 22. feb. 2017
  • Landslið

U17 kvenna - Tap gegn Skotlandi

U17 kvenna 2017 - Skotland

U17 kvenna tapaði 3-0 í dag gegn Skot­um á æf­inga­móti sem fram fer í Skotlandi. Skot­ar leiddu 1-0 eft­ir fyrri hálfleik­inn og bættu svo við tveim­ur mörk­um í síðari hálfleik.

Það voru ekki liðnar nema sjö mínútur af leiknum þegar Skotar skoruðu fyrsta mark leiksins eftir mistök í varnarleik Íslands. Liðin sköpuðu sér ekki mikið í fyrri hálfleik en þó átti íslenska liðið nokkur hálf færi. Seinni hálfleikinn byrjuðu þær íslensku af miklum krafti og fengu tvö dauðafæri en inn vildi boltinn ekki. Það voru hins vegar þær skosku sem bættu við marki frekar óverðskuldað.  

Ísland hélt áfram að sækja og fengu talsvert af færum og Skotar vörðu m.a. á línu. Skotar skoruðu svo þriðja markið undir lok leiksins  beint úr aukaspyrnu, algjörlega óverjandi í slá og inn. Leikurinn endaði því 3-0 fyrir Skota sem var allt of stór sigur miðað við gang leiksins. 

Á föstudag spilar Ísland við lið Austurríkis sem hefur unnið báða sína leiki til þessa.