Fjölmenni á námskeiði hjá fitness þjálfara landsliðsins
Helgina 4.-5. febrúar mættu um 80 manns á námskeið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum þar sem Sebastian Boxleitner, fitness þjálfari A landsliðs karla, fjallaði um fyrirbyggjandi þjálfun, upphitun og hraðaþjálfun.
Sebastian hefur sérhæft sig í þessum þáttum og unnið mikið með þá frá því að hann kom inn í þjálfarateymi íslenska landsliðsins.
Námskeiðið var bæði bóklegt og verklegt og þeir KSÍ A og KSÍ B þjálfarar sem sátu allt námskeiðið hlutu 13 tíma í endurmenntun á sínum þjálfara gráðum.