Vel heppnuð ráðstefna fyrir aðstoðardómara
Dómaranefnd KSÍ stóð fyrir ráðstefnu fyrir aðstoðardómara í Kórnum 11. febrúar þar sem farið var yfir atvik úr leikjum, þau rædd og farið yfir störf aðstoðardómara.
Að því loknu voru verklegar æfingar fyrir aðstoðardómara, rangstöðuákvarðanir og æfingar í ákvarðanatöku. Leikmenn úr 3ja flokki HK komu og sáu um að gefa raunhæf verkefni fyrir aðstoðardómarana að takast á við. Stefnt er að halda fleiri svona ráðstefnur og verklegar æfingar fyrir aðstoðardómara til að undirbúa þá sem best fyrir komandi verkefni.
Á myndinni má sjá aðstoðardómarana og aðstoðarmenn sem komu að æfingunni ásamt dómaranefndarmönnum sem sáu um framkvæmd ráðstefnunnar.