• lau. 11. feb. 2017
  • Ársþing

Einherji fær Grasrótarverðlaun KSÍ

hattvisi

KSÍ veitir Einherja frá Vopnafirði grasrótarviðurkenningu ársins 2016. Sumarið 2016 sendi Einherji lið til leiks í meistaraflokki, bæði í karla og kvenna, 4. og 5. flokki karla og 5. flokka kvenna. Á síðasta ári bjuggu 511 manns á Vopnafirði. 

Undanfarin ár hafa lið af landsbyggðinni átt undir högg að sækja m.a. vegna fólksfækkunar og því er árangur og þátttaka Einherja á Íslandsmótum aðdáunarverður og til eftirbreytni. Slíkt væri ekki mögulegt nema með mikilli og óeigingjarnri vinnu sjálfboðaliða, stjórnarmanna, starfsmanna félagsins og annarra sem að félaginu koma. 

Einherji er skólabókardæmi um það hvað hægt er að gera þegar allir leggjast á eitt og því telur KSÍ því Einherja vera einstaklega vel að þessari viðurkenningu kominn.