• lau. 11. feb. 2017
  • Ársþing

71. ársþingi KSÍ lokið

Stjórn KSÍ 2017

Ársþingi KSÍ, því 71. í röðinni, er lokið og var Guðni Bergsson þar kosinn formaður til tveggja ára. Hann tekur við starfinu af Geir Þorsteinssyni sem bauð sig ekki fram til endurkjörs eftir 10 ára starf sem formaður.


Hægt er að sjá fréttir af þinginu, þ.m.t. afgreiðslu tillagna hér.

Í aðalstjórn KSÍ voru 8 frambjóðendur í kjöri um 4 sæti og urðu eftirfarandi í efstu fjórum sætunum:
  • Guðrún Inga Sívertsen - Reykjavík
  • Vignir Már Þormóðsson - Akureyri
  • Magnús Gylfason - Hafnarfirði
  • Borghildur Sigurðardóttir - Kópavogi

Auk ofangreindra sitja í aðalstjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2018):

  • Gísli Gíslason - Akranesi
  • Jóhannes Ólafsson - Vestmannaeyjum
  • Ragnhildur Skúladóttir - Reykjavík
  • Rúnar Arnarson - Reykjanesbæ

Eftirtaldir aðilar voru kjörnir sem aðalfulltrúar landsfjórðunga:

  • Jakob Skúlason - Vesturland
  • Björn Friðþjófsson - Norðurland
  • Magnús Ásgrímsson - Austurland
  • Tómas Þóroddsson - Suðurland

Eftirtaldir voru kjörnir sem varamenn í aðalstjórn:

  • Ingvar Guðjónsson - Grindavík
  • Jóhann Torfason - Ísafirði
  • Kristinn Jakobsson - Kópavogi