• fim. 09. feb. 2017
  • Ársþing

Sjónvarp Símans hlýtur Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016

Fjolmidlaverdlaun-KSI-2016---Sjonvarp-Simans---0010

Sjónvarp Símans tryggði sér útsendingarrétt á úrslitakeppni EM karla sem fram fór í Frakklandi. Strax frá upphafi var ljóst að mikill metnaður var lagður í að gera upplifun áhorfenda sem besta og skilaði gott gengi landsliðsins sér heim í stofu á heimili landsmanna með lifandi og skemmtilegri nálgun hjá Sjónvarpi Símans. 

Þorsteinn J. sá um vandaða þætti um mótið, sem flestir voru í beinni útsendingu, og enginn mun gleyma stórkostlegum lýsingum Guðmundar Benediktssonar frá leikjum Íslands á mótinu. Sjónvarp Símans tók þátt í EM-torginu en þar gátu allir sem vildu horft á leiki frá EM á risaskjá en svo miklar voru vinsældirnar að EM-torgið var fært í þrígang á Arnarhól til að allir gætu upplifað EM ævintýrið í Frakklandi. 

Sjónvarp Símans hlýtur því Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016.

Á myndinni má sjá Orra Hauksson, forstjóra Símans, taka við verðlaununum úr hendi Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ.