• fim. 09. feb. 2017
  • Landslið

A karla - Góð frammistaða í Las Vegas þrátt fyrir tap

20170208_191025-(Large)

Ísland tapaði fyrir Mexíkó í vináttuleik þjóðanna sem fram fór í Las Vegas í nótt. Lokaniðurstaða leiksins var 1-0 fyrir Mexíkó en mark leiksins skoraði Alan Pulido á 21. mínútu eftir aukaspyrnu. 

Ljóst var fyrirfram að um erfitt verkefni væri að ræða fyrir okkar menn enda tefldi Mexíkó fram mun reynslumeira liði en Ísland í þessum leik. Strákarnir okkar sýndu hins vegar góða frammistöðu og sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi eftir leikinn að hann hafi verið mjög ánægður með framlag leikmanna og hrósaði hann þeim sérstaklega fyrir góða frammistöðu varnarlega. 

6 leikmenn léku sinn fyrsta landsleik fyrir A landsliðið í dag. Þeir Frederik Schram, Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristján Flóki Finnbogason voru í byrjunarliðinu og þeir Adam Örn Arnarson, Árni Vilhjálmsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson komu inná sem varamenn. 

Næsti leikur landsliðsins verður gegn Kósovó í undankeppni HM. Leikurinn fer fram í Albaníu föstudaginn 24. mars.