• fös. 03. feb. 2017
  • Ársþing

Metár hjá KSÍ

Arsskyrsla-2017-cover

Árið 2016  fer í sögubækurnar sem frábært knattspyrnuár, bæði innan sem utan vallar. Þar ber hæst frábær árangur landsliðanna og þátttaka Íslands á EM í Frakklandi.

Rekstur KSÍ á árinu 2016 var að mestu leyti í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun á ársþingi 2016, nema hvað tekjur og gjöld vegna þátttöku A landsliðs karla í úrslitakeppni EM voru umfram áætlun.

Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2016 námu 3.021 milljón króna en áætlun gerði ráð fyrir 2.264 milljónum króna. 

Hækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af 1,9 milljarðar króna framlagi frá UEFA vegna EM í Frakklandi, en það framlag hafði verið áætlað 1,1 milljarðar króna.

Rekstrarkostnaður KSÍ var 2.161 milljón króna, sem er 498 milljónir króna yfir áætlun, en það skýrist af auknum kostnaði tengdum góðum árangri á EM í Frakklandi. 

Rekstrarhagnaður ársins nam 861 milljón króna, en áætlanir gerðu ráð fyrir 600 milljón króna hagnaði.  

Á árinu ráðstafaði KSÍ 561 milljón króna til aðildarfélaga vegna EM framlags, styrkja til barna- og unglingastarfs, leyfiskerfis og fleira, en áætlun gerði ráð fyrir 413 milljónum króna. 

Að teknu tilliti til ráðstöfunar til aðildarfélaga var hagnaður KSÍ 317 milljónir króna á árinu 2016. Eignir námu 1.028 milljónum króna en þar af var handbært fé 622 milljónir.

Eigið fé KSÍ var 539 milljónir króna í árslok 2016. 


Skýrsla stjórnar á Issuu-formi

Skýrsla stjórnar á PDF formi

Ársreikningur 2016 

Fjárhagsáætlun 2017

Rekstraryfirlit vegna Evrópukeppni landsliða í Frakklandi 2016