Eyjólfur Sverrisson: “Öll liðin eru verðugir mótherjar”
Eyjólfi Sverrissyni, landsliðsliðsþjálfara U21 karla, leist vel á riðilinn sem Ísland dróst í undankeppni EM 2019. Ísland er í riðli með Norður Írlandi, Eistlandi, Albaníu, Slóvakíu og Spáni og segir Eyjólfur öll liðin í riðlinum verðuga mótherja.
“Mér líst vel á riðilinn. Varðandi ferðalög þá hefði drátturinn getað verið mun verri en ferðalög eru vitanlega stór þáttur í undirbúningi liðsins. Við erum því ánægð með riðilinn hvað það snertir,” segir Eyjólfur.
“Varðandi liðin í riðlinum þá er erfitt að segja eitthvað um þau núna. Það koma nánast ný lið núna til keppni en þjóðir eins og Spánn, Slóvakía og Albanía hafa verið með sterk lið undanfarin ár og við eigum ekki von á öðru en að það verði raunin áfram. Reyndar eru öll liðin í okkar riðli verðugir mótherjar og við munum fara í að skoða liðin þegar búið er að ákveða leikdaga - þá hefst undirbúningurinn fyrir alvöru.”
Það kemur í ljós í dag hvenær leikdagar verða en sú vinna stendur yfir.