• fim. 26. jan. 2017
  • Landslið

A karla – Íslenski sendiherrann í Kína heimsótti leikmenn

20170115_194142

Áhrifin af íslenska fótboltaævintýrinu eru víða sýnileg og snerta við fólki út um allan heim. Mikil fjölmiðlaumfjöllun var í Kína um China Cup á meðan á mótinu stóð í janúar. Stefán Skjaldarson, sendiherra Íslands í Kína, heimsótti íslenska liðið á hótelið og horfði á úrslitaleik mótsins þar sem Ísland mætti Síle. 

Sendiherrann hafði orð á því í heimsókn sinni hversu mikla athygli íslenska liðið fengi í kínverskum netmiðlum þar sem viðtöl við leikmenn og þjálfara liðsins voru áberandi á mest sóttu netmiðlum landsins sem fjalla um íþróttir. 

Eitt af verkefnum íslenska sendiráðsins í Kína er að aðstoða Kínverja sem hafa áhuga á heimsóknum til Íslands og var töluverð aukning á þeim fjölda sem sýndi Íslandi áhuga á meðan á mótinu stóð. Telur Stefán augljóst að þátttaka íslenska landsliðsins í China Cup hafi átt þar stóran hlut í máli. 

Á meðfylgjandi mynd eru þeir Rúnar V. Arnarson og Jóhann Torfason ásamt Stefáni Skjaldarsyni