Námskeið með fitness þjálfara A-landsliðs karla
Dagana 4. og 5. febrúar mun Sebastian Boxleitner, fitness þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, halda námskeið hér á landi um fyrirbyggjandi þjálfun, sérhæfða upphitun og hraðaþjálfun knattspyrnumanna. Námskeiðið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.
Dagskrá námskeiðsins og frekari upplýsingar er að finna hér í viðhengi.
Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta; fyrirbyggjandi þjálfun (Prehabilitation), sérhæfð upphitun (Movement Prep (Warm-up)) og hraðaþjálfun. Allir fyrirlestrar verða á ensku.
Námskeiðsgjaldið er 8.000 kr. Innifalið í því er hádegisverður á laugardeginum.
Hægt er að greiða á staðnum. Eins er hægt að greiða með því að leggja inn á reikning 0101-26-700400, kt. 7001693679, og senda kvittun á dagur@ksi.is
Ef félag ætlar að greiða fyrir þjálfara, þá þarf framkvæmdastjóri félagsins og staðfesta það með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is
Skráning er á netinu og hægt er að skrá sig með því að smella hérna.
Námskeiðið veitir 13 tíma í endurmenntun á KSÍ A og KSÍ B þjálfaragráðum.