• mán. 23. jan. 2017
  • Landslið

A karla – Landsliðið tilnefnt í nýjum flokki Laureus samtakanna

Laureus

Eins og fram hefur komið var íslenska karlalandsliðið tilnefnt til Laureus verðlaunanna í flokknum „Breakthroug of the Year“. Laureus samtökin hafa nú ákveðið að veita í fyrsta skipti verðlaun í nýjum flokki sem þeir kalla „The Laureus Best Sporting Moment of the Year“ og er íslenska landsliðið einnig tilnefnt í þeim flokki. 

Við ákvörðun um tilnefningar í þessum flokki var litið út fyrir hefðbundin úrslit íþróttanna en þess í stað lögð meiri áhersla á raunverulegt gildi íþrótta og getu þeirra til að breyta heiminum. Laureus samtökin líta á árangur íslenska landsliðsins á EM í Frakklandi og ekki síst magnaðan stuðning íslensku þjóðarinnar sem mikilvæga stund í íþróttaheiminum sem verðskuldi þann sess að vera tilnefnt í þessum nýja flokki. 

Í þessum nýja verðlaunaflokki bjóða Laureus samtökin nú í fyrsta skipti almenningi að kjósa á milli þeirra sem eru tilnefndir og fær íslenskur almenningur nú tækifæri til að framlengja EM ævintýrinu með því að gefa landsliðinu okkar sitt atkvæði. 

Allir geta kosið og það eina sem þarf að gera er að fara inn á heimasíðu samtakanna www.mylaureus.com þar sem atkvæðagreiðslan fer fram.

Í umsögn um heimkomu íslenska landsliðsins og móttökuna á Arnarhóli segir á heimasíðu Laureus samtakanna: 

“HUH”. The Icelandic national football team is met by a huge crowd in the country's capital city of Reykjavik as they return from Euro 2016, where they sensationally reached the quarter-finals and knocked England out. The team travelled through the city on an open-top bus before holding a huge rally – during which the crowd of thousands took part in the so-called ‘Icelandic thunder clap', which has been likened to a Viking war chant.