Dómarar fengu FIFA-merki afhent
Hópur íslenskra dómarar fengu á dögunum afhent FIFA-merki sem staðfestir að þeir séu alþjóðlegir dómarar. Íslenskir dómarar fá margvísleg verkefni erlendis á ári hverju og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar um hvernig á að komast í dómgæslu að senda tölvupóst á magnus@ksi.is og eru konur sérstaklega hvattar til að kynna sér tækifærin sem felast í því að vera dómari.
Á myndinni má sjá alþjóðadómara frá Íslandi fyrir árið 2017.
Fremri röð frá vinstri: Bryngeir Valdimarsson, Þóroddur Hjaltalín, Rúna Kristín Stefánsdóttir, Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ, Gunnar Jarl Jónsson, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Aftari röð frá vinstri: Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, Oddur Helgi Guðmundsson, Birkir Sigurðarson, Jóhann Gunnar Guðmundsson, Frosti Viðar Gunnarsson, Andri Vigfússon, Gylfi Már Sigurðsson, Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Á myndina vantar Þorvald Árnason.