A karla - Ísland í 2. sæti á China Cup
Ísland endaði í 2. sæti China Cup eftir að tapa 1-0 gegn Síle í úrslitaleiknum. Eina mark leiksins kom á 19. mínútu en það var Angelo Sagal sem skoraði markið með skalla. Íslenska liðið fékk ágæt færi til að jafna metin í leiknum en hafði ekki árangur sem erfiði og svo fór að Síle fagnaði sigri.
Síle vinnur því China Cup, Ísland endar í 2. sæti, Kína í 3. sæti og Króatía í 4. sæti.
Ísland leikur næst vináttulandsleik við Mexíkó í febrúar.