• fös. 13. jan. 2017
  • Landslið

A karla - Skemmtileg heimsókn í kínverskan skóla - Myndband

Skólaheimsókn A kk Kína

Undirbúningur landsliðsins fyrir úrslitaleik China Cup hefur gengið vel. 8 klukkustunda tímamismunur á milli Íslands og Kína og hafa leikmenn átt misauðvelt með að aðlagast þessum tímamismun. Þrátt fyrir það er virkilega góður andi í hópnum og allir ákveðnir í að eiga góðan leik á sunnudag.

Í gær var grunnskóli á svæðinu heimsóttur og var það mikil upplifun fyrir þá leikmenn sem tóku þátt í þeirri heimsókn. Leikmenn fengu afhentar gjafir og léku listir sínar með fótboltann ásamt nokkrum krökkum úr hópnum. Mikill áhugi er hjá kínverskum fjölmiðlum á mótinu. Fjölmenntu þeir í skólaheimsóknina og var mikið um hana fjallað í kínverskum miðlum. Eftir hádegi í gær kíktu leikmenn svo í stutta bæjarferð.

Smelltu hérna til að sjá myndband frá heimsókninni.

Æfingar hafa gengið vel hjá liðinu og eru þjálfararnir ánægðir með það hversu vel leikmenn leggja sig fram. Hemir Hallgrímsson sagði meðal annars að það kæmi honum skemmilega á óvart hversu margir leikmenn væru að koma öflugir inn í þennan hóp. Þjálfarateymið hefur unnið að því síðan leik lauk á þriðjudag að greina styrkleika og veikleika Síleska liðsins og ljóst að um mjög öflugt lið er að ræða, enda í fjórða sæti á styrkleikalista FIFA. Leikurinn hefst kl. 7:35 að íslenskum tíma á sunnudagsmorgun og verður á Guangxi Sports Centre Stadium hér í Nanning borg.

Internetið er af skornum skammti í Kína og mikið af erlendum vefsíðum lokaðar. Því hefur það reynst þrautin þyngri að setja inn efni á samfélagsmiðla en vefir eins og Facebook, Twitter og Instagram eru ekki aðgengilegir í Kína. Við reynum samt að setja inn efni þegar tækifæri gefst til og hvetjum við fólk til að fylgja okkur á samfélagsmiðlum KSÍ sem eru: