• mið. 11. jan. 2017
  • Lög og reglugerðir

Ólöglegir leikmann hjá Val 

Valur
Valur2008

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að Valur tefldi fram ólöglegu liði gegn Fylki í leik í Reykavíkurmóti meistaraflokks kvenna, sem fram fór 8. janúar síðastliðinn.  Úrslit leiksins er því breytt, í samræmi við grein 40.1 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, og Fylki dæmdur sigur 0 - 3.


Í reglugerð um knattspyrnumót segir:

Ólöglega skipað lið

„40.1. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks og félag sem notar leikmann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 50.000.“

Í samræmi við ofangreint, hefur úrslitum í neðangreindum leik verið breytt þar sem tveir leikmenn Vals voru ólöglegir, telst leikurinn tapaður 0 – 3 og Valur sektað um 50.000 kr. 

Mót:                      RM m.fl. kvenna A-riðill

Leikur:                 Valur-Fylkir

Leikdagur:           08.01.2017 16:15

Neðangreindir leikmenn léku ólöglegir með Val:

Svana Rún Hermannsdóttir        spilar með Valur.  Skráður í: KH

Hlíf Hauksdóttir                              spilar með Valur.  Skráður í: KH