Jörundur Áki Sveinsson ráðinn sem þjálfari U17 ára landsliðs kvenna
Jörundur Áki Sveinsson hefur verið ráðinn í starf þjálfara U17 landsliðs kvenna, og gildir samningur hans næstu tvö árin. Jörundur Áki mun einnig starfa að fræðslumálum hjá knattspyrnusambandinu sem og að sinna verkefnum sem snúa að útbreiðslustarfi.
Jörundur Áki hefur áður starfað við þjálfun landsliða m.a. sem þjálfari A landsliðs kvenna og U21 landsliðs kvenna en einnig hefur hann þjálfað kvennalið Breiðabliks, Stjörnunnar og Fylkis sem og karlalið BÍ/Bolungarvíkur, Stjörnunnar, Breiðabliks og Leikni í Reykjavík. Einnig starfaði Jörundur Áki sem aðstoðarþjálfari karlaliðs FH í fjögur ár.