• fös. 09. des. 2016
  • Ársþing

Knattspyrnuþing 2017

KSI-MERKI-PNG

71. ársþing KSÍ verður haldið í Höllinni, Vestmannaeyjum 11. febrúar 2017. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi:

1. Skuldir

Aðilar sem vanrækja uppgjör á gjöldum sem greiða skal til KSÍ missa rétt til þingsetu.  Þeim félögum sem skulda KSÍ er bent á að hafa tafarlaust samband við Pálma Jónsson, fjármálastjóra KSÍ.

2. Tillögur og málefni

Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 11. janúar nk.  Haukur Hinriksson lögfræðingur á skrifstofu KSÍ (haukur@ksi.is) veitir aðstoð við uppsetningu tillagna sé þess óskað.

3. Gisting og flug 

KSÍ hefur tekið frá herbergi á Hótel Vestmannaeyjum, Hótel Eyjum, Hótel Hamar og Gistiheimilinu Ösku fyrir þingfulltrúa, en fleiri gistimöguleikar eru að sjálfsögðu í Vestmanneyjum.  Þingfulltrúar geta pantað herbergi á viðkomandi hóteli/gistiheimili og þegar það er gert skal vísað til þess að það sé gert í tengslum við þingið.

Hótel Vestmannaeyjar  booking@hotelvestmannaeyjar.is  s. 481 2900

Hótel Eyjar   info@hoteleyjar.is    s. 895 8350

Hótel Hamar   infohamar@gmail.com     s. 481 3400

Gistiheimilið Aska  info@askahostel.is     s. 662 7266

Flugfélagið Ernir verða með aukaflug í tengslum við ársþingið.  Flogið verður til Vestmanneyja 10. og 11. febrúar og til Reykjavíkur þann 12. febrúar.  Flugsætið kostar 25.000 og þarf að greiða við bókun (bokanir@ernir.is).  Til þess að fá rétt verð þarf að taka fram að bókunin sé í tengslum við ársþing KSÍ.  

4. Dagskrá

Þingið verður sett að kl. 11:00 laugardaginn 11. febrúar og er gert ráð fyrir að því ljúki um kl. 16:00 sama dag.  KSÍ býður þingfulltrúum til sameiginlegs kvöldverðar eftir ársþingið.  

Nákvæm dagskrá verður send sambandsaðilum síðar.

5. Fjöldi fulltrúa 

Hér að neðan er listi yfir fjölda þingfulltrúa. Sambandsaðilar eru beðnir um að fara yfir listann og gera athugasemdir ef þörf krefur.

Nánari upplýsingar um þingið og tillögur verða sendar til sambandsaðila í janúar, hálfum mánuði fyrir þing. 

Fjöldi þingfulltrúa