• mið. 30. nóv. 2016
  • Fræðsla

Súpufundur um aðferðir Stjörnunnar í þjálfun

Stjarnan-Islandsmeistari-kvk-017

Þriðjudaginn 6. desember kl. 12.00 mun Þórhallur Siggeirsson, yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar, halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. 

Þórhallur mun fjalla ítarlega um aðferðir Stjörnunnar í þjálfun leikmanna en félagið hefur undanfarin 2 ár unnið markvisst eftir nýrri stefnu. Stefnan er áhugaverð og frábrugðin því sem gengur og gerist í íslensku knattspyrnuumhverfi. Þessi fyrirlestur höfðar til allra þjálfara, sérstaklega yfirþjálfara yngri flokka sem og stjórnarmanna í barna- og unglingaráðum og knattspyrnustjórnum. 

Fyrirlesturinn veitir 2 endurmenntunarstig fyrir KSÍ A og KSÍ B þjálfaragráður. Aðgangur er ókeypis, allir velkomnir og fundargestir fá súpu og brauð í boði KSÍ. 

Vinsamlegast skráið ykkur með smella hérna.