A karla - Sigur á Möltu í lokaleik ársins
Ísland vann 2-0 sigur á Möltu í vináttuleik sem fram fór í kvöld. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill en Ísland fékk þó ágæt færi til að skora. Fyrra mark Íslands kom á 47. mínútu en það var Arnór Ingvi Traustason sem skoraði með góðu skoti en Sverrir Ingi Ingason skoraði svo seinna markið á 74. mínútu.
Markið hjá Sverri var laglegt skallamark sem gulltryggði íslenska liðinu sigurinn í leiknum. Leikurinn var seinasti leikur íslenska landsliðsins á árinu en liðið leikur og gott að klára landsleikjaárið með sigri.
Landsliðið mun leika vináttuleiki eftir áramótin en m.a. leika strákarnir okkar við Mexíkó í febrúar en leikurinn fer fram í Las Vegas.