• lau. 12. nóv. 2016
  • Landslið

A karla - Tap í Króatíu

Aron Einar Gunnarsson

Króatía vann 2-0 sigur á Íslandi í Zagreb í kvöld en sigur heimamanna var sanngjarn. Marcelo Brozović skoraði bæði mörk leiksins en fyrra markið kom á 15. mínútu er Brozović skaut af löngu færi en seinna markið var svipað en það var undir lok leiksins og Brozović átti þá gott skota að marki sem Hannes náði ekki að verja.

Ísland byrjaði leikinn vel og fékk gott færi til að komast yfir á upphafsmínútunum en varnarmaður komst þá fyrir gott skot Gylfa. Heimamenn tóku smám saman völdin á vellinum og náðu að spila boltanum vel sín á milli. Það var svo á 15. mínútu að Króatía komst yfir en þá náði Marcelo Brozović góðu skoti að marki sem Hannes náði ekki að hafa hendur á. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir heimamenn en þeir höfðu átt betri færi til að bæta við mörkum en Ísland að jafna metin.

Sami bragur var á leiknum í seinni hálfleik en heimamenn voru meira og minna með boltann. Seinna markið kom samt undir lok leiksins en það var Marcelo Brozović sem var aftur að verki. Hann náði góðu hlaupi fyrir framan mark Ísland og skaut föstu skoti sem endaði í markinu.
Undir lok leiksins fékk Ivan Perisic rautt spjald fyrir brot á Birki Bjarnasyni en það hafði ekki áhrif á leikinn enda þá stutt eftir af leiknum.

Niðurstaðan 2-0 sigur heimamanna sem eru þá á toppi riðilsins með 10 stig en Ísland er með 7 stig. 

Staðan í riðlinum.