EM 2017 - Ísland í riðli með Frökkum, Austurríki og Sviss
Það er ljóst að Ísland er í C-riðli með Frakklandi, Austurríki og Sviss í riðlakeppni EM í Hollandi. Dregið var í riðla í dag og er ljóst að Íslandi býður verðugt verkefni næsta sumar.
Riðlarnir:
A-riðill: Holland, Belgía, Danmörk, Noregur
B-riðill: Þýskaland, Rússland, Ítalía, Svíþjóð
C-Riðill: Frakkland, Austurríki, ÍSLAND, Sviss
D-Riðill: England, Portúgal, Skotland, Spánn
Mótið
EM í Hollandi hefst 16. júlí og stendur til 6. ágúst en þá fer úrslitaleikurinn fram í Enschede. Riðlakeppnin fer fram dagana 16. - 27. júlí en eftir það tekur útsláttarkeppni við.
Leikvangar
Leikið er vítt og breytt um Holland en hvert lið mun leika á þremur mismunandi leikvöngum.
Þetta eru leikvangarnir í Hollandi:
- Breda: Stadium Rat Verlegh
- Deventer: Stadium De Adelaarshorst
- Doetinchem: Stadium De Vijverberg
- Enschede: FC Twente Stadium
- Rotterdam: Stadium Sparta-Het Kasteel
- Tilburg: Stadium Koning Willem II
- Utrecht: Stadium Galgenwaard
Miðasala
Almenn miðasala á leiki á EM 2017 í Hollandi hefst í kvöld á vef UEFA. Miðasalan sem hefst í kvöld er með því fyrirkomulagi að ekki er vitað hvar á vellinum sætin sem keypt eru, og er möguleiki á að þau séu ekki á svæði sem er ætlað íslenskum stuðningsmönnum.
Upplýsingar um miðasölu fyrir stuðningsmenn Íslands verða birtar í næstu viku.
Nánari upplýsingar um miðasöluna birtast á vef KSÍ þegar þær liggja fyrir.
Smelltu hérna til að fara á miðasöluvef UEFA