A karla – Undirbúningur hafinn fyrir leikinn á móti Króatíu
Íslenska karlalandslið er nú komið til Parma þar sem næstu dagar fara í undirbúning fyrir leikinn gegn Króatíu. Leikurinn fer fram í Zagreb laugardaginn 12. nóvember kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Þjálfarar og starfsmenn liðsins komu til Parma í gær og leikmenn, sem margir hverjir voru að spila með félagsliðum sínum í gær, komu flestir til borgarinnar í dag. Fyrsta æfingin var á Stadio Ennio Tardini, heimavelli Parma, í dag og var hún opin fyrir almenningi og fjölmiðlum. 70-80 aðdáendur íslenska liðsins voru mættir á leikvanginn og fylgdust með æfingunni.
Á morgun fer hópurinn í heimsókn í höfuðstövar Errea, en liðið er einmitt hér í Parma í boði fyrirtækisins. Næstu daga munu leikmenn svo einbeita sér að undirbúningi fyrir stóra verkefnið á móti Króötum en bæði liðin eru með 7 stig í tveimur efstu sætum I riðils.
Á sunnudag mun liðið svo halda til Möltu þar sem spilaður verður vináttuleikur við heimamenn þann 15. nóvember nk.