U17 karla - Armenar unnu 3-2 sigur á Íslandi
U17 ára lið karla lauk leik í undankeppni EM í dag með tapi gegn Armeníu en leikurinn endaði með 3-2 sigri armenska liðsins.
Ísland lauk því leik án sigurs en liðið tapaði gegn Póllandi, Ísrael og Armeníu. Armenar komust yfir í leiknum á 19. mínútu en Ágúst Eðvald Hlynsson jafnaði metin á 25. mínútu. Armenar komust yfir á nýjan leik á 36. mínútu er víti var dæmt á íslenska liðið. Það var German Kurbashyan sem kom Armeníu yfir og hann skoraði svo aftur á 63. mínútu. Ísland náði að minnka muninn undir lok leiksins þegar Lárus Björnsson skoraði en lokatölur urðu 3-2.
Það var ljóst fyrir leikinn að Ísland gæti ekki náð sæti í milliriðli en liðið hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir leikinn í dag.
Þetta fer allt í reynslubankann hjá strákunum okkar sem koma sterkari tilbaka!