U17 karla - Tap gegn heimamönnum í fyrsta leik
Strákarnir í U17 töpuðu sínum fyrsta leik í undankeppni EM þegar þeir mættu Ísrael en riðillinn er einmitt leikinn þar í landi. Heimamenn höfðu betur, 2 - 0, eftir að hafa leitt með einu marki í leikhléi.
Í hinum leik riðilsins gerðu Pólland og Armenía jafntefli, 1 - 1 en Ísland mætir Póllandi í næstu umferð og fer sá leikur fram fimmtudaginn 3. nóvember og hefst kl. 09:00 að íslenskum tíma. Efstu tvær þjóðirnar í riðlinum komast áfram í milliriðla ásamt fimm þjóðum, sem lenda í þriðja sæti riðlanna.
Hægt er að fylgjast með gangi allra leikja í riðlinum í beinni textalýsingu á heimasíðu UEFA.