• þri. 01. nóv. 2016
  • Landslið

U17 karla - Byrjunarliðið sem mætir Ísrael

UEFA EM U17 karla
U17_Landscape_Master_White_cmyk-01

Strákarnir í U17 hefja í dag leik í undankeppni EM en riðill Íslands er að þessu sinni leikinn í Ísrael.  Heimamenn eru fyrstu mótherjar Íslands og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað:

Markvörður: Patrik S. Gunnarsson

Hægri bakvörður: Hjalti Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Páll Hróar Helgason

Miðverðir: Ísak Óli Ólafsson og Jón Alfreð Sigurðsson

Tengiliðir: Birkir Heimisson, fyrirliði og Unnar Steinn Ingvarsson

Hægri kantur: Lárus Björnsson

Vinstri kantur: Viktor Örlygur Andrason

Sóknartengiliður: Ágúst Eðvald Hlynsson

Framherji: Ívar Reynir Antonsson

Hægt er að fylgjast með beinni textalýsingu á heimasíðu UEFA.  Fyrr í dag léku Pólland og Armenía en þessar þjóðir eru einnig í riðli Íslands.  Lauk þeim leik með jafntefli, 1 - 1.