• mán. 31. okt. 2016
  • Landslið

U17 kvenna - Tap í lokaleiknum gegn Írum

U17-kvenna-okt-2016

U17 kvenna tapaði í kvöld 4-1 gegn Írum í lokaleik liðsins í undankeppni EM. Ísland var fyrir leikinn búið að tryggja sér sæti í milliriðli en toppsæti riðilsins var í húfi.

Ísland byrjaði betur í leiknum en Hlín Eiríksdóttir kom Íslandi yfir á 23. mínútu leiksins. Írar jöfnuðu metin áður en blásið var til hálfleiks og skoruðu svo þrjú mörk í seinni hálfleik sem tryggði liðinu 4-1 sigur og toppsæti riðilsins. 

Ísland og Írland leika í milliriðli fyrir lokakeppni EM og kemur í ljós á næstunni hvar millirðillinn fer fram.