• fös. 28. okt. 2016
  • Landslið

U17 kvenna - Ísland í milliriðil

U17-kvenna-okt-2016

Stelpurnar í U17 unnu sinn annan leik í undankeppni EM í dag þegar þær lögðu stöllur sínar frá Færeyjum.  Lokatölur urðu 4 - 0 eftir að Ísland hafði leitt með einu marki í leikhléi.

Það var Sólveig Larsen Jóhannesdóttir sem opnaði markareikninginn hjá Íslandi þegar hún skoraði á 34. mínútu en færeyska liðið varðist vel en íslenska liðið hafði sótt töluvert fram að fyrsta markinu.  Þannig var staðan í leikhléi en eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleik skoraði Hlín Eiríksdóttir  og Alexandra Jóhannsdóttir bætti við þriðja markinu sex mínútum síðar.  Síðasta markið kom svo í uppbótartímar þegar Hlín bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Íslands og þar við sat.

Góður íslenskur sigur á duglegu færeysku liði og er íslenska liðið í góðri stöðu með sex stig eftir 2 leiki.  Síðasti leikur Íslands verður gegn heimastúlkum í Írlandi og verður leikið á mánudaginn.  Írar og Hvít Rússar leika síðar í dag en Írar lögðu Færeyinga í fyrsta leik sínum, 6 - 0.  Tvær efstu þjóðirnar tryggja sér sæti í milliriðlum og er íslenska liðið mjög vel sett í þeirri baráttu.

Ísland tryggði sér sæti í milliriðli með sigrinum en Ísland og Írland eru með 6 stig eftir 2 leiki og fara bæði lið áfram í milliriðil.