• fös. 21. okt. 2016
  • Landslið

Ísland í 21. sæti á nýjasta styrkleikalista FIFA

FIFA-world-ranking

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 21. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í gær. Ísland var í 27. sæti listans þegar hann var síðast gefinn út og hefur aldrei verið ofar á listanum en nú.

Líkt og á síðustu styrkleikalistum er Ísland efst norðulandaþjóða en Svíþjóð er í 37. sæti listans, Danmörk í 50. sæti, Færeyjar eru í 74. sæti, Noregur í 81. sæti og Finnland í því 101.

Frændur okkar frá Færeyjum klifruðu upp um hvorki meira né minna en 37 sæti á meðan Finnar, sem eru með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2018 féllu um 17 sæti.