• fös. 21. okt. 2016
  • Landslið

A karla - Vináttulandsleikur við Írland

aviva_stadium

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Írlands um vináttulandsleik hjá A landsliðum karla. Leikurinn fer fram 28. mars 2017 á Aviva leikvangnum í Dublin. Aviva leikvangurinn er glæsilegt mannvirki sem gekk í gegnum miklar endurbætur í lok síðasta áratugar. Leikvangurinn tekur 51.700 áhorfendur.

Karlalandslið Íslands og Írlands hafa tíu sinnum mæst á knattspyrnuvellinum og hefur Írland unnið sjö viðureignir og þrjár hafa endað með jafntefli, markatalan er 9-21 írum í vil. Seinasti landsleikur þjóðanna var á Laugardalsvelli í september 1997, í undankeppni HM 1998 og endaði 2-4 fyrir gestina.

Leikurinn er liður í undirbúningi landsliðsins vegna undankeppni HM en Ísland á útileik gegn Kosovó föstudaginn 24. mars.

 Upplýsingar um fyrri viðureignir Íslands og Írlands má finna hér