KFG og Víkingur Ó. sektuð vegna framkomu leikmanna
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 27. september síðastliðinn voru KFG og Víkingur Ó. sektuð um 50.000 krónur hvort félag, annars vegar vegna framkomu leikmanns KFG og hins vegnar framkomu Pontus Nordenberg leikmanns Víkings Ó. Að auki úrskurðaði Aga- og úrskurðarnefnd Pontus Nordenberg í eins leiks bann vegna framkomu hans.
Knattspyrnudeild Víkings Ó. skaut úrskurði Aga- og úrskurðarnefndar til Áfrýjunardómstóls KSÍ sem staðfesti úrskurð nefndarinnar að því er varðar sekt knattspyrnudeildar Víkings Ó en úrskurður aga- og úrskurðarnefndar um eins leiks bann Pontus Nordenberg var felldur úr gildi.
Framkvæmdastjóri KSÍ vísaði málum ofangreindra félaga til Aga- og úrskurðarnefndar í samræmi við grein 21.1. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.