• þri. 18. okt. 2016
  • Landslið

A kvenna - Æfingar ganga vel í Yongchuan

A-KVK---Kina-2016-Dagur-1og2---0225

Stelpurnar okkar hafa æft vel í Yongchuan en í dag, þriðjudag, var ansi heitt og rakinn mikill í loftinu. Stemningin er góð í hópnum og hafa æfingar gengið vel það sem af er dvöl liðsins í Yongchuan.

Það er 8 tíma munur á Íslandi og Kína og því hefur það verið eitt af verkefnum liðsins að koma svefninum í gott stand. Það hefur tekist vel og eru stelpurnar búnar að hvíla sig vel milli æfinga enda stutt í fyrsta leikinn á mótinu sem er gegn Kína. Leikurinn er á fimmtudaginn og hefst hann klukkan 19:35 að kínverskum tíma. Leikið er á Yongchuan Sport Center sem tekur um 20 þúsund manns í sæti og er gert ráð fyrir góðri mætingu, sérstaklega þegar heimaliðið leikur. 

Liðið heimsótti Yongchuan Sport Center í dag, miðvikudag, og er leikvangurinn hinn glæsilegasti. Hér að neðan má sjá hluta landsliðsins á vellinum. 

Fleiri myndir má finna hérna.


Hólmfríður Magnúsdóttir kom í dag og seinna í kvöld er von á Glódísi Perlu, Söru Björk og Sif Atladóttur en þá eru allir leikmenn komnir á staðinn.

Smelltu hérna til skoða leiki mótsins.

Internetið er af skornum skammti í Kína og mikið af erlendum vefsíðum lokaðar. Því hefur það reynst þrautin þyngri að setja inn efni á samfélagsmiðla en vefir eins og Facebook, Twitter og Instagram eru ekki aðgengilegir í Kína. Við reynum samt að setja inn efni þegar tækifæri gefst til og hvetjum við fólk til að fylgja okkur á samfélagsmiðlum KSÍ sem eru:

www.facebook.com/footballiceland

www.twitter.com/footballiceland

www.instagram.com/footballiceland

www.youtube.com/footballiceland